Skip to content

Ársskýrsla 2020 Ársskýrsla 2020 Ársskýrsla 2020

Ávarp formanns Samtaka ferðaþjónustunnar

Bjarnheiður Hallsdóttir

0
Útgjöld ferðamanna á Íslandi (ma.kr.)
%
Atvinnuleysi
0
NPS skor Íslands
0
Fjöldi ferðamanna um KEF
0
Fjölgun/fækkun frá fyrra ári
0
Gistinætur á hótelum
Upplýsingar um stöðu og aðgerðir vegna heimsfaraldurs
Covid-19 uppfærðar reglulega frá 4. mars 2020.

Ferðaþjónustuárið 2020

Kórónufaraldurinn hefur haft miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu um allan heim. 

Á upphafsdögum faraldursins var vitað að efnahagslegar afleiðingar yrðu umtalsverðar. Stjórnvöld um allan heim gripu til harðra sóttvarnaraðgerða, til að verjast alvarlegum veikindum, dauða og samfélagslegri röskun. Áhrif á framboð og eftirspurn komu samtímis fram og lýsandi dæmi er samdráttur í farþegaflugi og ferðaþjónustu víða í heiminum. Í apríl á síðasta ári (2020) náði flugumferð á flugi í heiminum sínum lægsta punkti í samtímasögu flugrekstrar þegar hún var um 2% af flugumferð í venjulegu árferði. 

Rök fyrir hörðum sóttvörnum á heimsvísu eru að þær fela í sér skammtímafórn fyrir langtímaávinning. 

Alþjóðaferðamálastofnunin (UNWTO) gerir ráð fyrir að ferðamönnum á heimsvísu fækki um rösklega þúsund milljónir á árinu 2020, úr 1.459 milljón á árinu 2019 í um 410 milljónir. Það er svipaður fjöldi og var á ferðalagi um heiminn fyrir um 30 árum.

Innra starf

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2020 var haldinn í maí vegna aðstæðna. Fundurinn var rafrænn vegna samkomutakmarkana og í fyrsta sinn var var kosið til stjórnar með rafrænum hætti. 

Stjórn samtakanna hittist á 11 formlegum fundum á starfsárinu, en auk þeirra voru óformleg samskipti stjórnar mikil vegna mats og eftirfylgni með stöðu og aðgerðum.  

Nýir félagsmenn tóku sæti í fagnefndum á aðalfundi, en starf fagnefnda samtakanna er grundvallarstoð í starfi þeirra.

Breytingar urðu á starfsfólki skrifstofu samtakanna á árinu og nokkrar breytingar hafa orðið á fulltrúum samtakanna í nefndum og ráðum á vegum ýmissa samstarfsaðila.

 

Fræðslu- og menntamál

Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem orðið hefur fyrir mestum skaða af völdum COVID-faraldursins. Mikilvægt er að við nýtum þennan tíma vel til að endurhugsa, bæta og breyta á sama tíma og mikilvægt er að viðhalda þeirri þekkingu og hæfni sem nú þegar er fyrir hendi.

Menntun, þjálfun og hæfni starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í uppbyggingu fagmennsku og gæða í íslenskri ferðaþjónustu og mun verða einn af mikilvægustu þáttunum til uppbyggingar inn í framtíðina að loknum heimsfaraldri.

Á undanförnum árum hafa SAF látið hæfni, mennta- og fræðslumál sig miklu máli varða, enda er hæfni stjórnenda og starfsmanna forsenda aukinnar verðmætasköpunar í greininni. 

Mikilvægt er að auka arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og auk þess hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til hæfniuppbyggingar, símenntunar og þjálfunar.

Samskipti og samstarf
við stjórnvöld og hagaðila

Venju samkvæmt áttu SAF í miklum samskiptum við stjórnvöld og stofnanir á árinu. Samtökin veittu mikinn fjölda umsagna við frumvörp og reglugerðir ásamt því að vinna að úrlausn mála fyrir aðildarfyrirtæki.

Vegna faraldurs kórónuveiru jukust formleg og óformleg samskipti SAF við stjórnvöld mikið á árinu og SAF átti m.a. mikilvæga aðkomu að tillögugerð, umsögnum og breytingum á stuðningsaðgerðum stjórnvalda. 

Samstarf SAF við systursamtök á Norðurlöndum og í Evrópu var áfram sterkt og enn mikilvægara en fyrr, enda ferðaþjónusta um allan heim í sömu glímu. 

Á vegum SAF eru einnig unnar greiningar og efni um ýmis mál sem styðja og styrkja málflutning samtakanna á ýmsum vettvangi, og njóta samtökin þar góðrar samvinnu við ýmsar stofnanir og fyrirtæki. 

Viðburðir á vegum SAF

Vegna heimsfaraldursins færðust viðburðir á vegum SAF yfir á rafrænt form að mestu. Samtökin stóðu fyrir fjölda rafrænna félagsfunda, kynninga, upplýsingafunda á árinu. Samtökin stóðu einnig fyrir viðburðum  ásamt góðum samstarfsaðilum, þar á meðal SA, Íslenska ferðaklasanum, KPMG,  Íslandsstofu, Ferðamálastofu og SVÞ svo fáeinir séu nefndir. Þá hófu samtökin útsendingu hlaðvarps og sjónvarpviðtala við stjórnmálaleiðtoga  í samvinnu við Vísi.is.

Aðalfundur SAF var haldinn á rafrænan máta og vegna samkomutakmarkana reyndist því miður ekki unnt að halda Ferðaþjónustudaginn með hefðbundnu sniði. 

SAF í fjölmiðlum

Eitt mikilvægasta hlutverk Samtaka ferðaþjónustunnar er að vera talsmaður atvinnugreinarinnar út á við, taka virkan þátt í opinberri umræðu um greinina og koma á framfæri upplýsingum, t.d. um rekstraraðstæður fyrirtækja, þróun ferðaþjónustu og framtíðarsýn og mikilvægi hennar fyrir efnahag og lífskjör á Íslandi.

Stjórn og starfsfólk SAF vinnur að þessu hlutverki með afar mikilvægum stuðningi félagsmanna samtakanna sem efla málefnalega umræðu um ferðaþjónustuna, m.a. með greinum, viðtölum og þátttöku í umræðu á samfélagsmiðlum.

Hér má sjá yfirlit tekið saman af Cohn&Wolfe um hlut SAF um fjölmiðlaumfjöllun sem birtist á ýmsum miðlum á vefnum á þeim tíma sem áhrifa faraldursins hefur gætt, frá mars 2020 til og með mars 2021.

 

0
Fjöldi aðildarfyrirtækja
0
Ný aðildarfyrirtæki 2020
0 %
Hlutfall SAF af SA
0
Fjöldi stöðugilda á skrifstofu